Trúleysi

Ég man greinilega eftir því þegar ég fór að efast um trú mína á guð og jesú. Ég var sex ára, og hafði nýuppgötvað að jólasveinninn var ekki til. Í skólanum daginn eftir sagði ég bekkjarsystur minni þennan kalda sannleika, en hún var ekki alveg á því að trúa mér. Hún krafðist þess að jólasveinarnir væru allir til og upphófust miklar samræður á milli okkar um þetta mál. Við komumst að þeirri niðurstöðu að líklega væru til jólasveinar, en þeir væru hins vegar ekkert sérstaklega gjafmildir eða þeim eiginleikum gæddir að geta farið um allt land með gjafir í skóinn. Þeir væru bara gamlir kallar sem byggju uppi í fjalli með mömmu og pabba, en gerðu ekkert spes..sátu bara og átu velling.

Það sem fór næst í gegnum barnshugann minn skefldi mig svo að ég þorði ekki að segja það upphátt, en mér fannst eins og hugmyndin um jólasveinana gæti líka átt við Jesú...það er að segja, hann gæti kannski alveg hafa verið til, en var hins vegar bara venjulegur maður, ekki með neina tengingu við guðlegan mátt. Hann væri bara...einstaklega góð manneskja sem var uppi fyrir mörgum árum. Eftir þetta minnistæða atvik fór trú minni ört hrakandi, og þó svo að ég fengi alltaf hátt í kristinfræði, mætti stundvíslega í sunnudagaskóla og bæði bænir á hverju kvöldi, þá var alltaf nagandi efi sitjandi í mér. Það sem ég man úr sunnudagaskólanum er HiC djús og brauð handa öndunum, og bænirnar voru oft mjög veraldlegar, mig langaði alltaf svo mikið í eitthvað dót.

Loksins í fermingarfræðslunni í fyrsta bekk í Hagaskóla, fann ég endanlega fyrir því að ég væri algjörlega trúlaus. Þessi staðfesting kom að miklu leyti frá prestunum sem kenndu okkur, því þeir forðuðust allar spurningar mínar eins og heitan eldinn. Ef ég spurði eitthvað út úr kortinu, sem þeir áttu erfitt með að svara, oft svona: ef að guð þetta, þá af hverju hitt spurningar, þá bara lokuðu þeir á mig og beindu athyglinni annað. Þess vegna, eftir nokkura ára togstreitu, "frelsaðist" ég loksins frá trúnni, og hef lifað sem svona militant atheist síðan. Ég er góð við börn, dýr og gamlingja, virði foreldra mína og yfirmenn, stel hvorki né myrði og held að svona almennt sé ég mjög góð manneskja. Ég þoli þess vegna ekki þegar trúfólk heldur því fram að trúleysingjar séu siðlausir, það er svo rangt! Hvernig heldur það að mannfólkið hafi komist af í öll þessi árþúsund áður en kristni komst á kreik? Þetta hefur örugglega verið ein af þeim spurningum sem prestarnir hunsuðu Bandit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinar þú, það stendur í biblíunni að guð sé til og þess vegna er það satt, fornir smaladrengir eru mjög ábyggileg vitni...

Auðvitað er trú algert kjaftæði

DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæl, Coca-Loca. Þú fekkst ekki svör frá prestunum og varðst þá bara militant guðleysingi! Þarftu ekki að hugsa málið upp á nýtt, kanna heimildir í stað þess að vera föst í eldgamalli ákvörðun?

Jón Valur Jensson, 10.1.2008 kl. 16:36

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég drakk líka HIC-safa í æsku og er trúlaus nú. Ætli það sé einhver tenging þar á milli? Það sem forsprakkar „trúarinnar“ gerðu var að sölsa undir trúna hluti sem voru til fyrir, til dæmis jólin, hátíðina þegar sólin fer að hækka á lofti (þá fæddist Jesú, ljós heimsins. Tilviljun?). Sama er um siðgæðisvitundina. Þetta snerist allt og snýst enn um völd og áhrif. Mér finnst í fínu lagi að eiga ímyndaðan vin eða velgjörðarmann hvort sem það er Jesú eða Jólasveinninn og sakna þess raunar sjálfur að geta ekki hallað mér að einhverjum svona. Ég er trúlega bara ekki með nógu sterkt ímyndunarafl eða sjálfssefjunarafl.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.1.2008 kl. 17:01

4 Smámynd: Coca-Loca

Tjaahh....það var nú ekki alveg svona einfalt Jón Valur, en prestarnir hjálpuðu ekki til. Það var á þessum aldri og þessum tíma, það er fermingartímabilinu sem ég svona...varð algjörlega trúlaus. Og jájá, ég er búin að rannsaka heimildir og allt það, er mjög ánægð með trúleysið  En já, ég er ekki frá því að HiC hafi eitthvað með þetta að gera, hvað var fólk að setja í þessa drykki...o.O

Coca-Loca, 10.1.2008 kl. 18:04

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þegar ég hugsa til baka, varð ég trúlaus í síðasta lagi 10 ára. Ég á enn teikningar sem ég gerði við biblíusögur sem voru hluti af námsefninu og þar geri ég stólpagrín að Jesú og hans brölti. Hyggst skanna þær við tækifæri og birta á blogginu.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.1.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband