24.2.2008 | 23:25
Megrunarbleyjur anyone?
Ég er háð því að lesa blogg. En hver er það ekki þessa dagana Ég les allt sem ég kemst í, blog.is, bloggar.is, blog.central, blogspot, myspace..you name it. Oftast er þetta hjá blááááókunnugu fólki sem ég veit ekkert um, en ahh hvað það er gaman að lesa. Mér finnst æðisgengið að sjá fólk rífast í commentum og skrifa blogg um hvað þessi og hinn er svona og svona. Ég hef svo sem ekki bloggað mikið hérna, en nota aðra miðla. Kannski að ég fari að lífga þetta eitthvað við. Mig langar hins vegar að blogga um afskaplega furðulegt fyrirbæri, Alli megrunarpilluna. Ég las fyrst um þetta fyrir nokkrum dögum á vinsælu myspace-bloggi, þar sem þessi pilla er útskýrð. Ég varð að grennslast meira um fyrir þessu og fann ýmsar skemmtilegar staðreyndir. Galdurinn við pilluna er að hún leyfir líkamanum ekki að melta 1/4 hluta fitunnar sem maður borðar, svo að sú fita sem ekki meltist, skilar sér út úr líkamanum.
Þvílík súperlausn á megrunarvandamálinu! Ok, smá grín, en það sem þessi pilla má eiga er að hún er eina megrunarpillan sem hefur verið samþykkt af FDA samtökunum í bandaríkjunum, sem þýðir að hana má selja í apótekum án lyfseðils. En að djúsí partinum. Þeim sem ætla að nota þessa pillu er ráðlagt að borða ekki meira en 15grömm af fitu í hvert mál. Það má ekki spara sér fitugrömm eina máltíð og gúffa svo í sig í næstu, Alli bannar það. Af hverju ætli það sé? Jú, annars upplifir maður meðferðareinkennin ógurlegu! "Meðferðareinkennin" (treatment effects) eru breyttar hægðarvenjur. Þarmarnir komast í eitthvað uppnám við að geta ekki melt alla fituna og vilja skila henni út sem fyrst. Það er í alvörunni mælt með því á virðulegri heimasíðu pillunnar að mæta í dökkum buxum í vinnuna fyrst um sinn, á meðan líkaminn er að venjast breyttum aðstæðum. Já, fólk má búast við að skíta á sig Ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar ég las þetta. Á spjallvefum um pilluna má sjá konur mæla með að nota bleyjur og ýmis konar önnur ráð til að verjast niðurlægjandi aðstæðum. Hvað með að niðurlægja sjálfið? Æ ég veit ekki...mér finnst þetta eins óaðlaðandi og hægt er.
Þá er komið að því sem ég ætla að hafa reglulega hérna, samræður af notalwaysright.com:
(I was working the candy bar when a man seeing Bridge to Terabithia with two young kids arrives. He points to the popcorn machine:)
Customer: Ill have two boxes of cockporn please.
(There was a two second pause as the customers eyes went wide with horror and then I started to laugh. He got the popcorn and ran upstairs, with me standing behind the counter with tears running down my face.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 08:54
No no no we say nei nei nei....
Arrg, ég trúi ekki hvernig þessi keppni fór. Parið sem vann fer svo í mig...ekki út af þessari keppni, bara...almennt. Svo væmin. Ég hata væmni meira en allt. Aaaaaaaaaaanywho, ég missti mig yfir frábærri vefsíðu í gær: www.notalwaysright.com , þarna lýsir afgreiðslufólk upplifunum sínum af viðskiptavinum í allskonar aðstæðum, reyndar ekki bara afgreiðslufólk heldur líka starfsmenn tæknilegrar aðstoðar tölvu- og símafyrirtækja, símafólk hjá neyðarlínunni....ýmislegt bara. Og sögurnar eru ómetanlegar. Sem dæmi:
(I had just started a new IT job for a large school district and was not expecting the level of stupidity I would be dealing with on a regular basis. Within my first 3 weeks, I receive a phone call from a school.)
Clerk: Hi, I am trying to use this new system on these computers and I'm attempting to make my account. My Principal got me started but now I am stuck.
Me: What seems to be the problem?
Clerk: Well, it is asking me for First Name and I have no idea what I am supposed to type.
Me: Youre at the registration screen? Um well I think you are supposed to enter your name.
Clerk: Oh okay wait. No, its asking me for something else.
Me: What now?
Clerk: It says last name what do I put here?
Me: Probably your last name.
Clerk: Oh, thanks oh Jesus, now its asking for my phone number! What the hell am I suppose to put here! Why cant I just do it the old fashioned way?
Me: You mean pen and paper?
Clerk: Yes! It was so much easier. These fancy computers are just so complicated. I never understand what I am suppose to do!
(I bit my tongue and just let her ramble on about how First Name was such an incredibly hard concept to grasp.)
HAHAHAHA! Svo eru billjón fleiri sögur þarna inná, i'm loving it
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)