4.3.2008 | 23:33
Brjóst og bognir fingur
Listi yfir það sem mér finnst allra fallegast við konur....mjög yfirborðskennt:
- Bognir fingur....Konur sem eru með putta sem sveigjast svona upp-niður-upp finnst mér svoooo fallegar!! Það er að segja...hendurnar á þeim eru svo fallegar. Og allt sem þær gera með puttunum sínum. Mmmm....mig langar að skipta mínu beinu ljótu ömurlegu puttum út fyrir svona bogna
- Vel mótuð brjóst...Það er ekkert til fallegra í öllum alheimnum en falleg brjóst. Skiptir eiginlega ekki máli hvort þau séu stór eða lítil, bara...að þau séu falleg í laginu. Og fyi, ég er ekki lesbísk, ég kann bara að meta svona hluti. Hef verið upptekin af brjóstum síðan ég var pínulítil. Og er enn....ég get séð utan á konum hvort þær séu með falleg brjóst eða ekki, og ég blóta þeim sem eru vel mótaðar en ganga samt í brjósahöldurum! How dare you!!
- Varir sem eru mótaðar í brosi...Þetta er svoldið tricky...en ég á eina vinkonu sem er með varir sem eru einhvern veginn alltaf í svona hálfbrosi, og svoldið útstæðar og sérstaklega þegar hún talar þá mótast varirnar hennar svo fallega...Arg, hvað er ég að reyna að segja. Ég allavega dýrka þær.
Svo verð ég að nefna eitt sem ég þoli ekki við annað fólk, þetta á við bæði konur og karla:
- Þegar manneskja pantar ís í ísbúð, fær ísinn á borðið, réttir kortið sitt fram til að borga, og byrjar svo að háma í sig ísinn sinn. ÁÐUR en kortinu hefur verið rennt í gegn. Þegar ég sé fólk gera þetta langar mig að smyrja ísnum þeirra framan í það. Ég hef enga þolinmæði fyrir svona svínum. Ekki að ég vinni í ísbúð eða neitt þannig....finnst bara svo....æ ég veit ekki...óþolandi að fólk geri ráð fyrir að eiga alveg fyrir ísnum. Er alltaf að bíða eftir að afgreiðslumanneskjan segi: afsakið en það var ekki heimild....Hvað gerir fólkið þá? Ælir upp ísnum? I'm on to you!
Jæja...þetta er allt sem mér dettur í hug....veit ekki af hverju ég var að punkta þetta o.O Later.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.